Þann 10. nóvember síðastliðinn var formlega afhending á nýjum bakvaktarbíl Slökkviliðs Akureyrar frá Fastus heilsu. Bíllinn er af gerðinni VW Amarok og er útbúinn Rosenbauer Poly CAFS 100 lítra froðukerfi. Þetta kemur fram í tilkynningu á samfélagsmiðlum Slökkviliðsins.
Bíllinn var keyptur frá Höldi Akureyri og allar breytingar voru gerðar hjá Egenes í Noregi sem Fastus er umboðsaðili fyrir á Íslandi.


COMMENTS