Nýr háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra heimsótti Háskólann á Akureyri

Nýr háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra heimsótti Háskólann á Akureyri

Í síðustu viku fékk Háskólinn á Akureyri heimsókn frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Rektor skólans, Eyjólfur Guðmundsson, tók á móti henni og sýndi henni háskólasvæðið og möguleika þess. Þar að auki var litið inn á rannsóknarstofurnar þar sem sviðsforseti Viðskipta- og raunvísindasviðs, Oddur Þór Vilhelmsson, fór yfir málin þar. Loks var fundað með framkvæmdarstjórn.

„Það er ómetanlegt að geta tekið á móti ráðherra og sýnt henni aðstöðuna hér í HA, hvernig við erum að vinna með sveigjanlegt námsform og stafræna miðlun náms. Við erum mjög spennt fyrir samstarfinu við nýtt ráðuneyti sem er sérstaklega helgað háskólum. Þá erum við, sem helsta menntastofnun landsins utan höfuðborgarsvæðisins, sérstaklega ánægð með forystu og þor ráðherra í því að setja störf án staðsetningar skýrt á dagskrá í hinu nýju ráðuneyti með því að hvetja eigið starfsfólk til þess að nýta sér þennan spennandi möguleika. Við bjóðum starfsfólk ráðuneytisins velkomið til Akureyrar!“ segir rektorinn á heimasíðu Háskólans á Akureyri.

Hér að neðan má sjá myndir úr heimsókninni sem fengnar voru á heimasíðu HA.

UMMÆLI