Nýr veitingastaður opnar dyr sínar á Akureyri

Nýr veitingastaður opnar dyr sínar á Akureyri

Nú á dögum opnaði veitingastaðurinn Terían Brasserie dyr sínar að Hafnarstræti 89, á jarðhæð Hótel KEA. Nafnið kemur frá veitingateríunni sem var rekin í sama rými og hótelið um árabil og margir Akureyringar kannast eflaust við. Opnunarpartý var þann 27. júní og haldnar voru svokallaðar prufuopnanir samhliða því.

„Við settum stefnu að vera tilbúin að taka á móti gestum N1 mótsins og Pollamótsins næstu
helgi en vildum aðeins æfa okkur og ná taktinum sem teymi á glænýjum veitingastað og því
tókum við þessar prufuopnanir. Nú er það komið og við erum bara tilbúin í þetta, málningin
er orðin þurr og teymið er tilbúið í fjörið,” segir Ingibjörg Bergmann, framkvæmdastjóri
veitingastaðanna Terían Brasserie og Múlaberg Bistro&Bar

Staðurinn er systrastaður Múlabergs og eru sömu eigendur að honum, Ingibjörg Bergmann, Hlynur Halldórsson, Snæbjörn Bergmann og Hrefna Rut Níelsdóttir, en við eigendahópinn hafa nú bæst hjónin Sveinn Hólmkelsson og Jóhanna Hildur Ágústsdóttir. Matseðillinn er með frönsk-ítölsku ívafi og staðurinn er í ljósum litum, því andstætt litaþema við Múlaberg og tekur mið af ítalska og franska þemanu.

“Það er ótrúlega magnað að við komum öll saman fyrst úr gjörsamlega ólíkum áttum með
ítalskt vs. franskt, en það er og var þó alltaf þar sem hugurinn og ástríðan hjá hópnum lá,
annað hvort eða bæði. Sumir innan hópsins búnir að búa erlendis í Frakklandi og Ítalíu og
hallast meira að öðru hvoru en svo kom það bara mjög náttúrulega að sameina þetta í eitt
concept, bæði í útliti staðarins og matseðli-drykkjarseðli.  Allir á sama máli að helstu hráefni í
þessum tveimur matarmenningum svíkja seint.  

Hönnun staðarins var í höndum Eddu Steingrímsdóttur arkitekts og listaverk á
baðherbergjum voru máluð af Unni Stellu Níelsdóttur.

,,Við erum ekkert smá heppin að hafa fengið þessar hæfileikaríku konur til liðs við okkur, án þeirra væri þetta ekki jafn gríðarlega fallegt og skemmtilegt rými eins og það er orðið í dag. Edda hefur haldið í höndina á okkur frá byrjun með allt saman og við getum ekki þakkað henni nógu mikið,” segir Ingibjörg.  

Okkur finnst allavega vel hafa tekist til og ég vona að gestir taki vel í sérhæfinguna.  
Múlaberg er svo lánsamt að vera með stórt teymi fagmanna sem er búið að liggja í langri
hugmynda- og framkvæmdavinnu þar sem allir lögðust á eitt með útkomuna. Svo höfum við
náð að skipta teyminu einstaklega vel til að manna báða staði,” segir Ingibjörg. 
  
,,Það eru margar nýjungar væntanlegar á næstu dögum svo við hvetjum alla til að
fylgjast með Teríunni á samfélagsmiðlum. Síðustu tvo daga er bara búið að vera opið
í kvöldverð en eins og áður sagði þá mun morgunverður, dögurður, hádegisverður og
kvöldverður standa til boða alla daga, rétt eins og það var hjá forvera okkar Teríunni
á síðustu öld. Það þarf að halda í gamlar hefðir og endurvekja þær þegar tilefni er til,
sem við teljum einmitt vera núna,” bætir Ingibjörg við. 
 
Nú er hægt að bóka borð á Teríunni á heimasíðunni www.terian.is og hægt að fylgja þeim á samfélagsmiðlum: terianbrasserie

Sambíó

UMMÆLI