Prenthaus

Nýr yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar TindastólsMynd: Tindastoll.is

Nýr yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls hefur gengið frá þriggja ára samningi við Þórólf Sveinsson sem yfirþjálfara yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls. Tindastoll.is greinir frá.

Þórólfur eða Tóti eins og hann er kallaður er með UEFA-B þjálfaramenntun og hefur starfað sem þjálfari yngri flokka frá árinu 1998. Hann hefur starfað hjá Leikni í Reykjavík, Fjölni og frá árinu 2004 hjá Þór á Akureyri. Tóti er einnig eigandi og skólastjóri Knattspyrnuakademíu Norðurlands sem hefur verið starfandi frá árinu 2014.

Aðspurður um starfið segir Tóti: „Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og mikill heiður að fá að koma í 100% starf að uppbyggingu á yngri flokka starfinu. Það eru spennandi tímar framundan hjá Tindastól og stefnum við á að bæta og gera alla umgjörð knattspyrnunnar í yngri flokkum fyrsta flokks og tengja það saman við meistaraflokka félagsins. Það er bjart yfir Skagafirði.“

UMMÆLI