beint flug til Færeyja

Nýtt gervigras á svæði ÞórsaraLjósmynd: Bæjarráð Akureyrar

Nýtt gervigras á svæði Þórsara

Þórsarar munu fá nýjan upphitaðann gervigrasvöll á svæði félagsins í Glerárhverfi eftir að bæjarráð Akureyrar samþykkti samning við Þór nýverið, Akureyri.net greindi frá.

Líklegt telst að samningurinn verði samþykktur á fundi bæjarstjórnar en kostnaður við framkvæmd er áætlaður um 700 milljónir og reiknað með því að verklok verði í júní 2025.

Svæðið sem lagt verður gervigrasið kallast Ásinn sem er austan við keppnisvöll Þórs. Þetta verður völlur í fullri stærð með flóðlýsingu, 35 x 80 metra æfingasvæði með möguleika á því að byggja áhorfendastúku sem myndi rúma 500 manns.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó