Nýtt gervigras sett á sparkvelli bæjarinsGervigras annarra sparkvalla á Akureyri verður endurnýjað í aldursröð.

Nýtt gervigras sett á sparkvelli bæjarins

Í gærmorgun var hafist handa við að endurnýja gervigras á tveimur sparkvöllum Akureyrarbæjar við Brekkuskóla og Oddreyrarskóla. Vikudagur greinir frá. Endurnýjunin er hluti af viðhaldi vallanna og verður gervigras annarra sparkvalla endurnýjað í aldursröð, er fram kemur á vef bæjarins.

Nýja gervigrasið sem verður lagt á sparkvellina verður innfyllingarlaust, þ.e.a.s. ekki með gúmmí en undir það kemur gúmmípúði og fínn sandur settur í grasið til að þyngja og halda því niðri.

Mikil umræða var um gervigras á sparkvöllum í fyrra vegna dekkjarkurls í gervigrasinu sem þykir hættulegt heilsunni. Ákvað Akureyrarbær að ráðast í endurýjun á átta sparkvöllum í kjölfarið fyrir 24 milljónir króna þar sem dekkjakurlinu verður skipt út.

Gert er ráð fyrir níu milljónum í verkefnið á árinu 2018 og fimmtán milljónum árið 2019.

Sambíó

UMMÆLI