NTC netdagar

Nýtt stígakerfi Akureyrarbæjar

Nýtt stígakerfi Akureyrarbæjar

Tillaga að nýju stígakerfi innan Akureyrarbæjar liggur fyrir og er hún sett fram sem breyting að aðalskipulagi 2018-2030. Skipulagsráð bæjarins hefur samþykkt að kynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér nýtt heildarskipulag fyrir stígakerfið innanbæjar. Er tillagan unnin í samræmi við markmið bæjarins um að byggja upp skilvirkt, öruggt og aðlaðandi stígakerfi sem gerir íbúum kleift að sinna vinnu, daglegum erindum og frístundum allt árið um kring. Í tillögunni er stígakerfið flokkað í stofnstíga, tengistíga, útivistarstíga, reiðstíga og almenna stíga.

Í skipulaginu er meðal annars gert ráð fyrir auknum aðskilnaði gangandi og hjólandi umferðar með uppbyggingu á nýjum stofnstígum og endurbótum á þeim sem fyrir eru. 

Gögn aðalskipulagsbreytingarinnar er hægt að nálgast hér:

Greinagerð 1. hluti
Greinagerð 2. hluti
Greinagerð 3. hluti
Greinagerð 4. hluti

Í ljósi aðstæðna verða útprentuð gögn ekki aðgengileg á 1. hæð í Ráðhúsinu eins og almennt er gert.

Ekki er gert ráð fyrir sérstökum kynningarfundi um stígakerfið að sinni en íbúum gefst tækifæri til að senda inn spurningar um málið á netfangið skipulagssvid@akureyri.is. Spurningum verður svarað skriflega á heimasíðunni í kjölfarið. Nafn sendanda verður ekki birt. Síðasti séns til að senda inn athugasemdir og ábendingar er 20. maí næstkomandi.

Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagssviði Akureyrarkaupstaðar, með því að senda inn fyrirspurn á skipulagssvid@akureyri.is eða í síma 460 1110 á milli 10-12 alla virka daga.

Frétt af akureyri.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó