Oddeyrarskóli fagnar 60 ára afmæli

Á morgun, þann 7. desember, eru 60 ár liðin frá því að Oddeyrarskóli hóf starfsemi sína. Frá 10:30 – 12:00 þann dag verður opið hús, en þá bjóða nemendur skólans öllum aðilum skólasamfélagsins og velunnurum skólans að heimsækja sig í kennslustofurnar.

Á opnu húsi í tilefni afmælisins munu nemendur sýna ýmislegt sem endurspeglar áherslur skólans og gestir fá að kynnast fjölbreyttu skólastarfi Oddeyrarskóla.

Mynd: Kristín Jóhannesdóttir.

UMMÆLI