NTC netdagar

Oddvitar Akureyrar í beinni útsendingu á morgun


Á morgun, föstudaginn 25. maí, kl. 9.00 efnir Útvarp Akureyri FM 98,7 til umræðuþáttar í beinni útsendingu með oddvitum allra framboða á Akureyri.
 Umræðurnar verða teknar upp og endurfluttar í síðdegi sama dag, kl. 16.00.  Dagurinn verður þannig helgaður bæjarstjórnarkosningunum meira og minna.
Útsendingin fer þannig fram að frambjóðendur eru standandi og spyrill. Þá er gert ráð fyrir að útsendingin verði án hlés, nema mögulega einu sinni í  3-4 mínútur. Axel Axelsson, útvarpsstjóri stýrir umræðum.
Röð frambjóðenda verður ekki hin sama í hverri spurningu og lögð áhersla á að allir fái svipaðan tíma til svara. Frambjóðendum hefur ekki verið kynnt spurningarnar fyrirfram og eru því að heyra þær í fyrsta skipti í beinni útsendingu.
Í flestum spurningum er gert ráð fyrir svari hvers frambjóðanda, en ekki andsvörum annarra eða athugasemdum.
Hver frambjóðandi fær 1 mínútu í upphafi og 1 mínútu í lokin til að tala beint til kjósenda. Ráðgert er að útsendingin taki 45-55 mínútur.
Sambíó

UMMÆLI