Ófærðaraðstoð á Víkurskarði – Átta manns fluttir úr bílum sínum

Víkurskarðið í dag. Mynd: Jóhann Jóhannsson.

Þrír bílar festust á Víkurskarðinu rétt fyrir hádegið í dag. Súlur, björgunarsveitin á Akureyri ásamt björgunarsveitunum Týr og Þingey voru kölluð út til að manna lokunarpósta og bjarga fólkinu úr bílunum. Alls voru átta manns flutt til Akureyrar úr bílunum þrem.

Mjög illfært hefur verið víða um landið í dag og í kvöld og er því biðlað til fólks sem er á ferðinni að fara einstaklega varlega þar sem skyggni er lítið sem ekkert. Nánari upplýsingar um færð má nálgast inn á www.vegagerdin.is.

Sambíó

UMMÆLI