Ófært til og frá Grímsey síðan á Þorláksmessu

Grímsey

Grímsey

Engar ferðir hafa verið til og frá Grímsey síðan fyrir jól. Ekkert hefur verið flogið til eyjunnar síðan 20. desember og þá kom ferjan síðast til Grímseyjar á Þorláksmessu.

Bæði ferjuferð og flugi hefur verið aflýst í dag. Samkvæmt heimildum Kaffisins er skortur orðin á ferskum ávöxtum og grænmeti sem og mjólkurvörum í eyjunni.

UMMÆLI