NTC netdagar

Ófært víða innanbæjar

Lögreglan ítrekar enn og aftur að biðja fólk um að vera ekki á ferðinni á illa búnum bifreiðum.

Búast má við töfum á samgöngum víða um landið í dag vegna veðurs en ófært er víða innanbæjar. Í gærkvöldi lýsti lögreglan á Norðurlandi eystra yfir að ekkert fólksbílafæri væri í Naustahverfinu og fór veðri versnandi eftir það. Öllu innanlandsflugi í dag hefur verið aflýst og einnig einhverju millilandaflugi. Snjómokstur er í fullum gangi og verða aðal leiðir bæjarins mokaðar. En lögreglan ítrekar þó enn og aftur að biðja fólk um að vera ekki á ferðinni á illa búnum bifreiðum.

UMMÆLI