Off-venue stöðum á Akureyri fjölgar

Icelandair hótel Akureyri bætist við off-venue staði á Airwaves hátíðinni.

Eins og Kaffið greindi frá í gær eru þrír staðir á Akureyri búnir að staðfesta off-venue tónleika hjá sér í dag og á morgun meðan á tónlistarhátíðinni Airwaves stendur. Þetta er hugsað fyrir þá sem ekki eiga miða á hátíðina en vilja hlusta á tónlistarfólkið sem hingað er komið norður.

Akureyri Backpackers, verslun Cintamani og Landsbankinn eru staðirnir sem bjóða upp á slíka tónleika um helgina og nú hefur Icelandair hótelið bæst í hópinn.
Icelandair verður með tónleika á morgun, föstudag, sem hefjast klukkan 18 og verða þar einir frægustu tónlistarmenn Íslands um þessar mundir sem stíga á stokk þar, þeir Emmsjé Gauti og Chase.

Götubarinn býður einnig upp á off-venue dagskrá þar sem bandaríska útvarpsstöðin The Current verður í beinni útsendingu frá Götubarnum. Þar verður hægt að hlusta á 200.000 naglbíta, Ásgeir, Hildi og Mammút í kvöld, fimmtudag og síðan JFDR, Ösp og Emiliana Torrini and the colorist á morgun, föstudag.

Það er sannarlega nóg um að vera í kringum hátíðina, bæði off-venue og on-venue, en allar nánari upplýsingar má nálgast inn á heimasíðu Icelandairwaves hér.

Sjá einnig:

Airwaves – Hvar og hver er off-venue á Akureyri?

Bandarísk útvarpsstöð á Götubarnum

 

Sambíó

UMMÆLI