Ókeypis skyndihjálparkennsla með áherslu á börn

Námskeið fer fram í Ungmennahúsinu

Námskeið fer fram í Ungmennahúsinu

Föstudaginn 28 október, klukkan 10:00 stendur Virkið fyrir klukkustundar skyndihjálparkennslu í samstarfi við Rauða Krossinn.

Farið verður m.a. yfir endurlífgun og sérstök áhersla lögð á viðbrögð við vandamálum sem tengjast börnum eins og t.d  hjartahnoð og hvernig losa á aðskotahlut í öndunarvegi.

Nýbakaðir foreldrar eru því sérstaklega hvattir til að mæta. Námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu og nánari upplýsingar og fyrirspurnir er hægt að senda tölvupóst á netfangið gudfinna.arnadottir@vmst.is

Námskeiðið verður haldið í  Ungmenna-Húsinu í Rósenborg, Skólastíg 2 og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að nýta sér þetta.

Sambíó

UMMÆLI