Ólafsfirðingurinn Elsa Guðrún keppti á Ólympíuleikunum í skíðagöngu

Elsa Guðrún Jónsdóttir. Mynd: fjallabyggd.is.

Ólafsfirðingurinn Elsa Guðrún Jónsdóttir lauk keppni í 78. sæti í 10 km skíðagöngu með frjálsri aðferð á Ólympíuleikunum fimmtudaginn. Með því varð hún fyrsta íslenska skíðagöngukonan til að taka þátt á Ólympíuleikum fyrir hönd Íslands.

Sigurvegarinn var Ragnhild Haga frá Noregi en hún vann með 20 sekúndna mun á Charlotte Kalla frá Svíþjóð. Marit Björgen og Krista Parmakoski enduðu svo saman í þriðja sætinu. Elsa Guðrún kláraði 6 mínútum og 12 sekúndum á eftir sigurvegaranum Haga.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó