NTC netdagar

Ólafur Jóhann Magnússon í KA

Ólafur Jóhann Magnússon í KA

Ólafur Jóhann Magnússon skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við KA. Hann mun leika með liðinu í Grill66 deild karla.

Ólafur er 24 ára gamall og er alinn upp hjá KA. Hann flutti suður og lék með Fram eftir að hafa spilað með KA í yngri flokkum og síðan með 2. flokki hjá Akureyri. Ólafur lék gríðarlega mikilvægt hlutverk hjá Fram þegar þeir urðu Íslandsmeistarar árið 2013. Ólafur er gríðarlega sterkur varnarmaður og sennilega einn besti rétthenti hægrihornamaður landsins.

Þetta eru gríðarleg gleðitíðindi fyrir KA og mun koma Ólafs styrkja lið KA fyrir komandi átök í vetur. Þrátt fyrir ungan aldur er hann gríðarlega reynslumikill leikmaður, með Íslandsmeistaratitil á bakinu.

Ólafur spilaði sinn fyrsta leik fyrir KA gegn Mílunni í gærkvöld og sýndi strax hversu góður liðsstyrkur hann er fyrir KA menn með frábærri spilamennsku.

UMMÆLI

Sambíó