Færeyjar 2024

Ólíkindasumar á Akureyri – hitinn í hæstu hæðum

Ólíkindasumar á Akureyri – hitinn í hæstu hæðum

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir sumarið á Akureyri vera með miklum ólíkindum. Ekki er nóg með að meðalhitinn í júli hafi slegið öll met með 14,3°C, heldur stefnir líka í hitamet í ágúst.

Á Facebooksíðu sinni segir Einar meðalhitann á Akureyri í ágúst sennilega enda í 14,0°C (eða 14,1°C). Fyrra met var 13,2°C í ágúst 1947. Líkt og í júlí er gamla metið slegið rækilega. Jafnframt stefnir hitinn yfir sumarið (júní-ágúst) líka í hæstu hæðir eða 12,7°C.

„Sumarið 1933 hefur lengið verið í minnum haft fyrir norðan með sínar 12,2°C fyrir sömu mánuði. Og þetta næst jafnvel þó svo að júní hafa verið kaldur framan af, um 1 stigi undir meðallagi fyrstu 20 dagana (8,2°C). Allt saman er þetta með miklum ólíkindum!!!,“ segir Einar að lokum.

UMMÆLI