Prenthaus

Opið pílukastmót í kvöld

Mótið er haldið af píludeild Þórs

Mótið er haldið af píludeild Þórs

Opið pílukastmót verður haldið í kvöld, föstudag. Mótið fer fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á miðhæð stúkunnar við Þórsvöllinn, gengið inn hjá miðasölunni. Húsið verður opnað kl. 19:30 og hefst keppni um eða upp úr kl. 20.

Keppt verður í tvímenningi og dregið saman í pör, vanur og óvanur saman eftir því sem hægt er. Þátttökugjald er 1.500 krónur á mann. Allir eru velkomnir, jafnt vanir sem óvanir spilarar. Nýtt fólk getur fengið lánaðar pílur á staðnum.

UMMÆLI