Listasafnið gjörningahátíð

Opna fjölskyldustað allan ársins hring á Hannes Boy

Bjarni Rúnar Bequette. Mynd veitingageirinn.is

Nýir rekstraraðilar tóku við veitingadeild Rauðku á Siglufirði nú um mánaðamótin, hjónin Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir framreiðslumaður.  Bjarni hefur meðal annars starfað á Einari Ben, Hótel Nordica, Holmenkollen í Noregi og Hótel Héraði.  Hann starfaði einnig í 9 ár á Fosshótel í ýmsum stöðum og nú síðast sem yfirkokkur á Fosshótel Reykjavík.  Halldóra starfaði í 9 ár hjá Fosshótelum og er útskrifuð sem framreiðslumaður frá Grand hótel Reykjavík.

„Við munum reka veitingastaðinn Sunnu á Sigló Hótel, Hannes Boy, Rauðku og prepp eldhúsið. Þá munum við einnig reka skíðaskálann og gólfskálann. En þeir eru ekki komnir upp eins og er.  Golfskálinn kemur vonandi í sumar.” segir Bjarni í samtali við Veitingageirinn.is

Mynd veitingageirinn.is

 

UMMÆLI

Sambíó