Oreo fudge brownie

10334471_685462811513662_8802686328690375657_n1

Byrjið á því að stilla ofninn á 165°C.
Það er best að byrja á sósunni (hot fudge sauce) til þess að leyfa henni aðeins að kólna. Sósan er bæði sett í deigið og yfir kökuna þegar að hún er tilbúin. Sósan á stóran þátt í að gera kökuna mjúka og góða eins og hún á að vera.

Hot fudge sauce:
100 gr rjómi
120 gr síróp
40 gr púðursykur
15 gr kakó
120 gr súkkulaði
1 1/2 tsk vanilla
30 gr smjör

Aðferð:

oreo-fudge-brownie-1

1. Rjómi, síróp, púðursykur, kakó og 60 gr af súkkulaði er brætt saman í potti á frekar háum hita. Hrærið í þangað til að þetta er aðeins farið að sjóða.
2. Þá má næst bæta 60 gr af súkkulaði, vanillu og smjöri saman við og leyfa að sjóða örlítið lengur til þess að þykkja sósuna. Samt bara mjög stutt, ekki lengur en mínútu eða styttra. Við viljum alls ekki brenna þessa unaðslegu sósu!

Oreo fudge brownie:
200 gr smjör
150 gr sykur
150 gr púðursykur
200 gr súkkulaði
3 egg
3 tsk vanilla
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
150 gr hveiti
1 1/2 dl Hot fudge sauce

Aðferð:

oreo-fudge-brownie-2

1. Smjör, báðar tegundirnar af sykri og súkkulaði er sett í pott og brætt saman yfir vægum hita.

oreo-fudge-brownie-3
2. Egg, vanilla, lyftiduft og salt sett í aðra skál og pískað vel saman.
3. Eggja blöndunni er svo hrært vel saman við súkkulaðiblönduna með sleif.

oreo-fudge-brownie-4
4. Hveitið sett smátt og smátt út í blönduna og á meðan er hrært vel með sleifinni.
5. Að lokum er hot fudge sauce hellt út í.

oreo-fudge-brownie-5
6. Raðið oreokexi í botninn á eldföstumóti.
7. Hellið brúnkunni yfir og skellið inn í ofn í ca. 20-25 mínútur. Það er betra að taka kökuna út aðeins of snemma heldur en aðeins of seint. Þessi kaka á að vera nokkuð mjúk og blaut. Þegar að þið stingið prjón í kökuna þá á að koma aðeins deig á hann. Prjóninn á ekki að koma hreinn uppúr eins og yfirleitt þegar að verið er að baka. Kakan á samt ekki að vera bara sósa (ennþá bara deig).
8. Takið kökuna út og leyfið henni að kólna í ca. 20-30 mín á bekknum. Þá er fínt að skera hana en best er að skera hana í marga smáa bita og svo má ekki gleyma að hella slatta af hot fudge sósunni yfir bitana.

 

UMMÆLI

Sambíó