Prenthaus

Óska eftir matargjöfum fyrir fjölskyldur sem hafa lítið milli handanna

jolin
Í fyrra var stofnaður facebook-hópur sem ber heitið: Matargjafir Akureyri og nágrenni. Inn á hópnum getur fólk sem vill gleðja og gefa af sér um jólin auglýst ef þau eiga eitthvað aflögu. Stjórnendur síðunnar eru Sigrún Steinarsdóttir og Sunna Ósk Jakobsdóttir. Þær sjá svo um að koma gjöfunum áleiðis til fjölskyldna sem hafa lítið milli handanna.

Hópurinn er tilvalinn til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og ótrúlegt hvað litlir hlutir geta gert stórt fyrir þá sem minna mega sín. Kaffið hvetur fólk eindregið til að skrá sig í hópinn hafi það tök á því að hjálpa.
Hópinn má finna hér.

UMMÆLI

Sambíó