Óska eftir vitnum að umferðaróhappi í Ljósavatnsskarði

Óska eftir vitnum að umferðaróhappi í Ljósavatnsskarði

Lögreglan á Akureyri óskar eftir vitnum að umferðaróhappi þegar farmur fauk af vörubifreið og lenti framan á grárri fólksbifreið sem ekið var framan við jeppabifreiðina. Óhappið átti sér stað rétt norðan við Birningsstaði hjá Ljósavatnsskarði, mánudaginn sl. 23. mars um kl. 13.30.

Þá er sérstaklega beðið bílstjóra gráleitrar jeppabifreiðar, sem ók Ljósavatnsskarð til vesturs, að hafa samband við lögregluna vegna vitneskju um málið.

Vitni eru beðin að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 444-2800.

UMMÆLI

Sambíó