Óskar Elías Zoega í Þór

Óskar skrifar undir

Þór hefur samið við Óskar Elías Zoega en hann kemur til liðsins frá ÍBV. Óskar er 22 ára gamall og getur leikið bæði sem varnar- og miðjumaður.

Óskar lék alls 8 leiki með ÍBV síðastliðið sumar en hann hefur einnig spilað fyrir KFR og BÍ/Bolungarvík. Í heildina hefur hann leikið 52 meistaraflokks leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 2 mörk.

Óskar er fimmti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Þór á undirbúningstímabilinu en áður hafði liðið fengið þá Admir Kubat, Alvaro Montejo, Anthony Powell og Bjarka Þór Viðarsson.

Fyrsti leikur Þórs í Inkasso-deildinni er útileikur gegn Haukum þann 5. mars. Það er því nægur tími fyrir Óskar til að aðlagast nýjum aðstæðum áður en Íslandsmótið fer af stað.

Sambíó

UMMÆLI