Óvænt stefna í fréttaferð RÚV í SvarfaðardalMynd fengin af Facebook síðu RÚV á Norðurlandi

Óvænt stefna í fréttaferð RÚV í Svarfaðardal

Fréttaferðir eru eins misjafnar og þær eru margar og óhætt er að segja að oft taki þær óvænta stefnu. Það á svo sannarlega við um fréttaferð hjá RÚV á Norðurlandi í gær.

Á Facebook síðu RÚV á Norðurlandi greinir frá ferð þeirra í Svarfaðardal þar sem bíll þeirra hafnaði utan vegar vegna erfiðrar færðar og mikillar snjókomu. Kemur fram að engin slys hafi orðið á fólki og að bændur í dalnum hafi verið boðnir og búnir til að aðstoða í þessum erfiðu aðstæðum.

Hér að neðan má sjá myndir sem RÚV á Norðurlandi deilir á Facebook síðu sinni. Biðjum við lesendur að fara varlega í akstri, þá sérstaklega þegar aðstæður eru krefjandi líkt og nú.

UMMÆLI

Sambíó