Öxnadalsheiði opnuð aftur eftir árekstur

Öxnadalsheiði opnuð aftur eftir árekstur

Búið er að opna aftur fyrir umferð yfir Öxnadalsheiði en hún var lokuð í morgun vegna umferðarslyss við Grjótá.

Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra hafði þar orðið árekstur. Ökumaður bifreiðar hafði bakkað bifreið af vegslóða og inn á Hringveg með þeim afleiðingum að bifreið sem á eftir kom var ekið á bifreiðina sem hafði verið bakkað inn á Hringveg við Grjótá. Þrír aðilar voru fluttir með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akureyri með minniháttar meiðsl. Önnur bifreiðin er óökufær eftir umferðarslysið.

UMMÆLI