Páll Viðar hættir með Magna og Sveinn Þór tekur viðmynd: magnigrenivik.is

Páll Viðar hættir með Magna og Sveinn Þór tekur við

Páll Viðar Gísla­son hef­ur látið af störf­um sem þjálf­ari meist­ara­flokks Magna. Páll óskaði eft­ir því að láta af störf­um og hef­ur stjórn Magna orðið við þeirri ósk hans. Þá hefur Sveinn Þór Steingrímsson fyrrum aðstoðarþjálfari KA og þar áður aðalþjálfari Dalvík/Reynis tekið við Magna.

Stjórn Íþrótta­fé­lags­ins Magna þakk­ar Páli Viðari fyr­ir afar góð störf í þeirri miklu upp­bygg­ingu sem hef­ur verið síðustu ár hjá Magna á Greni­vík og ósk­um við Páli velfarnaðar og góðs geng­is í því sem hann tek­ur sér fyr­ir hend­ur í framtíðinni. segir í yfirlýsingu frá Magna.

Sveinn Þór gerir 3ja ára samning við Magna og mun hans fyrsta verkefni verða að reyna halda liðinu í Inkasso deildinni en liðið situr í neðsta sæti deildarinnar með 10 stig þegar 7 umferðir eru eftir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó