Múlaberg

Palli Gísla tekur aftur við ÞórMynd: thorsport.is - Óðinn Svan formaður knattspyrnudeildar og Palli undirrita samninginn.

Palli Gísla tekur aftur við Þór

Páll Viðar Gíslason hefur tekið við sem þjálfari Þórs í meistaraflokks karla í knattspyrnu á nýjan leik og skrifar undir þriggja ára samning við félagið. Palli Gísla, eins og hann er kallaður, stýrði liðinu síðast árið 2014 þegar liðið féll úr Pepsi deildinni sama ár. Þá hafði hann verið aðalþjálfari liðsins frá 2010 og þar áður aðstoðarþjálfari. Palli kom liðinu tvívegis upp í Pepsi deildina.

Palli var síðast hjá Magna á Grenivík kom þeim upp úr 2. deild árið 2017 og hélt sæti sínu í Inkasso deildinni 2018, Palli hætti þjálfun hjá Magna nú í sumar.

Á heimasíðu Þórs kemur fram að ráðning Palla sé hluti af stefnu félagsins að líta meira inn á við.

Nánar með lesa um ráðninguna á heimasíðu félagsins, thorsport.is.

Sambíó

UMMÆLI