Rafbílar komast nú milli Akureyrar og Reykjavíkur

Mynd: ON.is   Frá vinstri: Telma Sæmundsdóttir (ON), Áslaug Thelma Einarsdóttir forst.maður markaðs- og kynningarmála ON, Bjarni Már Júlíusson framkvæmdastjóri ON, Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Bjarnason forstjóri OR og stjórnarformaður ON

Ný rafhleðslustöð var vígð fyrr í dag í Varmahlíð og þar með er leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur orðin fær rafmagnsbílum. Síðustu mánuði hefur ON, eða Orka Náttúrunnar, sett upp rafhleðslustöðvar í Staðarskála og á Blönduósi og eru orkustöðvar landsins orðnar 16 talsins.
Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdarstjóri ON, segir að næstu skref séu að halda austur og klára að setja upp hleðslustöðvar allan hringveginn. Hann segir þau sennilega ná því fyrir áramót.

Samorkuþing fer nú fram á Akureyri þar sem loftlagsmál eru aðalmál þingsins. Vígsla nýju hleðslustöðvarinnar í Varmahlíð kom sér sérstaklega vel fyrir starfsmenn fyrirtækisins ON, sem gátu nú keyrt norður á rafmagnsbílunum sínum, segir í tilkynningu á vef ON.

Hluti af tilkynningu ON:
„Leiðin er orðin fær,“ segir Bjarni Már Júlíusson framkvæmdastjóri ON en nokkrir starfsmenn fyrirtækisins óku norður á rafmagnsbílum til að sækja Samorkuþing, sem nú fer fram á Akureyri. Í blíðunni þar nyrðra tók Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra á móti ferðalöngunum en loftslagsmál eru í brennidepli á þinginu. Umhverfisráðherra óskaði Orku náttúrunnar til hamingju með áfangann og sagði orkuskipti í samgöngum vera lykilþátt í áætlunum stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. ON hlaut einmitt hæstan styrk úr Orkusjóði um áramótin til uppbyggingar innviða fyrir orkuskipti í samgöngum. 

 

UMMÆLI

Sambíó