Rafsígarettan er eitt besta skaðaminnkunartæki sem nokkurntíman hefur verið fundið upp

Arnaldur Sigurðsson, skrifar

Ég hef lítið tjáð mig um fyrirhuguð vapelög hans Óttars, en nú er ég búinn að lesa drögin að frumvarpinu og ég get ekki annað sagt en að ég hef verulegar áhyggjur af þessu. Það er nokkuð ljóst að þetta er skrifað án nokkurs samráðs við neytendur sem nota þessar vörur.

Smá disclaimer áður en full on rant byrjar: Ég fór í ferðalag til Brussel haustið 2014 og ákvað að kaupa mér rafsígarettu meðan ég var þar, ekki vegna þess að mig langaði eitthvað sérstaklega til þess að hætta að reykja, mig langaði bara að prófa þetta og nokkuð mikið sport í gufu með jarðaberjabragði. Ég komst hins vegar fljótt að því að mér fannst gufan mun betri á bragðið en sígaretturnar og án þess að reyna það einu sinni var ég hættur að reykja sígarettur, eitthvað sem ég var búinn að reyna margoft.

Það er alveg magnað hvað þessi markaður hefur breyst hratt, það voru örfáir í kringum mig sem notuðu þetta þegar ég kom með rafsígarettuna heim, núna virðist annar hver reykingarmaður hafa sömu sögu að segja um þetta og ég og mér finnst þróunin æðisleg. Það er þó ekki þar með sagt að þetta sé allt dans á rósum, þetta er ekki skaðlaust og sumir sem nota rafsígarettur mættu alveg vera aðeins tillitsamari (ég var ekkert sérlega tillitsamur með þetta sjálfur fyrst og ef ég er það ekki núna, þá sakar ekkert að láta mig einfaldlega vita að þetta sé óþæginlegt, þá færi ég mig einfaldlega).

Nú hef ég í ágætis tíma horft upp á önnur lönd að setja misgáfuleg lög um þetta (ég komst til dæmis að því að í Quebec meiga viðskiptavinir í rafsígarettubúðum ekki smakka vökva lengur eins og þykir almennt í góðu lagi eins og er).

En nú rantið um sjálft frumvarip, það sem angrar mig hvað mest er að þetta skuli vera sett undir lög um tóbaksvarnir í staðinn fyrir t.d. lyfjalög. Ég prófaði nikotíntyggjó og nikotín hylki sem er nánast eins og rafsígaretta mínus gufa algörlega árangurslaust en það má selja þetta í almennum verslunum og meira að segja auglýsa þetta í sjónvarpi. Nú er ekki búið að rannska áhrif blöndunar sem er propalene glycol, vegetable glycerin, nikotín og bragðefni með langtímarannsóknum, en það er búið að rannsaka öll þessi efni ein og sér í áratugi og því vel hægt að fullyrða að rafsígarettur eru að lágmarki 95% öruggari en sígarettur og eiga því engann veginn skilið að vera sett í sama flokk og sígarettur.

Annað sem truflar mig eru takmarkanirnar sem settar eru á vörur, ég er til í gæðaeftirlit og staðla og allann pakkann. En þarf virkilega að takmarka flöskustærð við 10ml? Þetta er kannski erfitt fyrir óreynt fólk að setja sig inn í en þetta er álíka ruglað og að heimila einungis 5 tyggjó í einum tyggjópakka. Einnig eru sett takmörk á hversu stór hylkin á sjálfum rafsígarettunum meiga vera stór og eiga þau einungis að vera 2 ml. Þetta þýðir að allar þær vörur sem ég og langflestir neytendur eru að nota standast ekki kröfur laganna. Mér þætti að lágmark að sjá rök fyrir þessum takmörkum. Ef pælingin er að koma í veg fyrir eitrun hjá börnum ef þau komast í vökvan og gleypa hann þá þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því enda er varla hægt að finna vökva sem er ekki með barnalæsingu. Þetta sá iðnaðurinn sjálfur um. Þegar það kom upp vafi um skaðsemi í tengslum við ákveðna bragðtegund þá varð sú bragðtegund tekin af markaði, þetta sá iðnaðurinn sjálfur um.

Ef markmiðið er að bæta heilsu fólks, þá verða reglugerðir að vera skynsamar, með eðlilegar takmarkanir. Ég hef hins vegar áhyggur af því að hérna séu ákvarðanir teknar byggðar á fordómum í staðin fyrir haldbær gögn. Þetta lýtur út eins og venjulegar reykingar og truflar fólk, þess vegna hljótum við bara að meðhöndla þetta eins og tóbak. Rafsígarettan er sennilega eitt besta skaðaminnkunartæki sem hefur nokkurntíman verið fundið upp og mér finnst eðlilegt að lagasetning miði að því.

Þessi drög eru hins vegar því miður algjörlega galin. Frumvaripið má lesa hér.

UMMÆLI