Raggi í JMJ sendi Guðna forseta bindi

Raggi Sverris

Raggi Sverris mynd:thorsport.is

Það vakti athygli viðstaddra þegar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar kom færandi hendi á fund forseta Íslands fyrr í dag.

Ragnar Sverrisson kaupmaður á Akureyri sem flestir þekkja sem Ragga í JMJ sendi vin sinn Loga Einarsson með gjöf til Guðna Th. Jóhannessonar forseta. Frá þessu er greint á vefnum Vísir.is í dag.

Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 spurði Loga út í pakkann en Logi útskýrði þá að um þrjú silkibindi frá Ragga Sverris væri að ræða. Aðspurður um viðbrgöð Guðna sagði Logi hann hafa verið kátan enda afar falleg silkibindi.

UMMÆLI