Raggi í JMJ sendi Guðna forseta bindi

Raggi Sverris

Raggi Sverris mynd:thorsport.is

Það vakti athygli viðstaddra þegar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar kom færandi hendi á fund forseta Íslands fyrr í dag.

Ragnar Sverrisson kaupmaður á Akureyri sem flestir þekkja sem Ragga í JMJ sendi vin sinn Loga Einarsson með gjöf til Guðna Th. Jóhannessonar forseta. Frá þessu er greint á vefnum Vísir.is í dag.

Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 spurði Loga út í pakkann en Logi útskýrði þá að um þrjú silkibindi frá Ragga Sverris væri að ræða. Aðspurður um viðbrgöð Guðna sagði Logi hann hafa verið kátan enda afar falleg silkibindi.

UMMÆLI

Sambíó