Raggi Sverris og Dandi hætta hjá JMJ

Raggi Sverris mynd:thorsport.is

Raggi Sverris mynd:thorsport.is

Herrafataverslunina JMJ þekkja allir Akureyringar en þar hafa bæjarbúar og nærsveitungar verslað herraföt síðan elstu menn muna. Þeir félagar Ragnar Sverrisson og Sigþór Bjarnason eða Raggi Sverris og Dandi eins og flestir þekkja þá hættu störfum nú um áramót.

Þeir félagar stóðu vaktina saman í næstum hálfa öld en hafa nú ákveðið að setjast í helgan stein. Ljóst er að margir viðskiptavinir munu sjá á eftir þeim en þeir voru þekktir fyrir einstaka þjónustulund og almenna gleði.

Í þættinum „Að norðan“ á sjónvarpsstöðinni N4 í kvöld verður rætt við Ragnar og Sigþór.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó