Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Rakel Hönnudóttir til LB07

Rakel Hönnudóttir

Knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir er gengin til liðs við sænska liðið LB07. Félagið er staðsett í Malmö og leikur í efstu deild í Svíþjóð.

Síðustu 6 tímabil hefur Rakel leikið með Breiðabliki en þangað kom hún frá Þór/KA árið 2012 og hefur hún verið fyrirliði Blika undanfarin ár. Rakel er einn af leikjahæstu leikmönnum Breiðabliks frá upphafi. Hún lék í heildina 158 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 68 mörk.

Rakel er gríðarlega reynslumikill leikmaður en hún hefur leikið 85 landsleiki fyrir hönd Íslands og skorað í þeim 5 mörk.

Félög frá Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi höfðu áhuga á að klófesta Rakeli en á endanum kaus hún að ganga til liðs við LB07.

 

Sambíó

UMMÆLI