Rakel mætir Manchester United

Rakel mætir Manchester United

Rakel Hönnudóttir sem skipti nýverið yfir í lið Reading á Englandi mætir Manchester United í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Reading sigraði Birmingham í sextán liða úrslitum keppninnar um helgina þar sem Rakel skoraði sigurmarkið í leiknum sem lauk 2-1 fyrir Reading.

Rakel hefur skorað þrjú mörk fyrir liðið í þremur leikjum fyrir félagið, þrátt fyr­ir að hafa byrjað á bekkn­um í þeim öll­um.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó