Rakel skoraði í sigri Íslands

Rakel Hönnudóttir

Rakel Hönnudóttir var á skotskónum fyrir Íslenska kvenna landsliðið í knattspyrnu sem vann góðan 2-0 sigur á Slóveníu í undankeppni HM 2019 fyrr í dag.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom íslenska liðinu yfir eftir 15 mínútna leik eftir lang innkast frá Sif Atladóttur. Það var svo á 37. mínútu sem Rakel Hönnudóttir tvöfaldaði forskot íslenska liðsins með öðru marki leiksins en aftur kom markið eftir langt innkast frá Sif Atladóttur.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur því 2-0 fyrir Ísland. Stelpurnar eru því á toppi riðils síns með 10 stig eftir 4 leiki, stigi á undan Þýskalandi sem er í 2. sæti með 9 stig.

Næsti leikur Íslands er á þriðjudaginn gegn botnliði Færeyja. Ísland lýkur síðan keppni í riðlinum í september þegar Þýskaland og Tékkland koma í heimsókn á Laugardalsvöll.

Sambíó

UMMÆLI