Prenthaus

Rauði krossinn veitir aðstoð og stuðning vegna hoppukastalaslyssinsMynd: Rauði krossinn/raudikrossinn.is

Rauði krossinn veitir aðstoð og stuðning vegna hoppukastalaslyssins

Fulltrúar úr viðbragðshópi Rauða krossins verða í Viðjulundi 2 á Akureyri í dag, föstudaginn 2. júlí, á milli kl. 14 og 15, til að veita aðstoð og stuðning í kjölfar atburða gærdagsins.

Einnig er minnt á Hjálparsímann 1717 sem er opinn allan sólarhringinn sem og netspjallið á 1717.is en þar veita sjálfboðaliðar Rauða krossins ráðgjöf og stuðning í nafnleynd og trúnaði.

Sjá einnig: Hoppukastalinn við Skautahöllina tókst á loft á meðan að börn voru að leik.

Í kjölfar hoppukastalaslyssins sem átti sér stað við Skautahöllina á Akureyri í gær var samhæfingarstöð almannavarna virkjuð og viðbragðshópur Rauða krossins á Norðurlandi kallaður út.

UMMÆLI

Sambíó