Rennibrautirnar í Akureyrarlaug lokaðar tímabundið

Rennibrautirnar í Sundlaug Akureyrar eru lokaðar tímabundið vegna framkvæmda.

Sundlaug Akureyrar setti inn tilkynningu í dag um að rennibrautirnar í lauginni eru lokaðar vegna framkvæmda, en eins og flestum er kunnugt opnuðu nýjar rennibrautir fyrr í sumar. Rennibrautirnar hafa notið gríðarlegra vinsælda og Kaffið greindi frá því fyrr í dag að sundlaugargestum fjölgaði um 50% í júlí og ágúst í samanburði við árið á undan. Þá fjölgaði sundferðum um 26.000.
Sundlaugargestir þurfa þó ekki að örvænta lengi en stefnt er að því að rennibrautirnar opni aftur þann 20. september í næstu viku.

Sjá einnig: 

Gífurleg aukning sundlaugargesta í júlí og ágúst

UMMÆLI

Sambíó