Róbert Guðfinnsson hyggst stofna siglfirskt flugfélag

Róbert Guðfinnsson

Róbert Guðfinnsson

Róbert Guðfinnsson, athafnamaður, hefur beitt sér mikið fyrir uppbyggingu í heimabæ sínum Siglufirði á undanförnum árum en hann á meðal annars hið glæsilega Sigló Hótel. Róbert íhugar það nú alvarlega að stofna flugfélag sem hefði þann tilgang að koma farþegum frá Keflavíkuflugvelli beint út á land.

Vefsíðan Túristi.is greindi frá þessu en í samtali við síðuna segir Róbert það flestum ljóst sem þekkja til ferðaþjónustunnar á Íslandi að mikið verk sé fyrir höndum við að skipuleggja greinina. Hann segir að tengja þurfi landsbyggðina inn á á alþjóðaflugvöll með öflugu innanlandsflugi. Flugvellinum á Siglufirði var lokað fyrir tveimur árum síðan en Róbert sér þó fram á breytingar í þeim efnum.

„Það hefur verið áhugavert að ræða þessi mál við öfluga stjórmálamenn. Þannig sá Ólöf Nordal innanríkisráðherra að þörf er á breytingum og í samgönguáætlun er nú gert ráð fyrir fjármagni til að hægt verði að koma Siglufjarðarflugvelli í gagnið aftur. Í framhaldinu munum við á Siglufirði skoða hvort við förum út í flugrekstur í innanlandsflugi, ein eða með öðrum,” sagði Róbert í samtali við Túristi.is

Þeir aðilar sem koma að ferðaþjónustu á norðurlandi eru sammála um að mikilvægt sé að efla flugsamgöngur ætli greinin að stækka í samræmi við þá aukningu sem er að eiga sér stað í greininni. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með framgangi þessa máls.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó