NTC netdagar

SA sópaði inn gull- og silfurverðlaunum á Haustmóti ÍSSAldís Kara og Marta María, frá Skautafélagi Akureyrar, hrepptu 1. og 2. sæti á fyrsta móti vetrarins.

SA sópaði inn gull- og silfurverðlaunum á Haustmóti ÍSS

Fyrsta mót vetrarins í listhlaupi á skautum var haldið á dögunum í Skautahöllinni í Reykjavík. Keppendur frá Skautafélagi Akureyrar stóðu sig frábærlega á mótinu og unnu til fjölda verðlauna. Mótið var frekar fámennt en aðeins voru 30 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni.

Í keppnishópnum Basic Novice var SA með einn keppanda, Berglindi Ingu Benediktsdóttur, en Berglind var að keppa í fyrsta sinn í þessum flokki. Hún rúllaði honum upp og hafnaði í 1. sæti með 26.12 stig. Þar á eftir hófu Intermediate Novice keppni þar sem Telma Marý Arinbjarnardóttir steig á svellið og hafnaði í 4. sæti.

Tóku 1. og 2. sæti í Advanced Novice og settu ný stigamet

Í Advanced Novice keppnisflokki keppa stúlkurnar fyrri daginn með skylduæfingum, stutt prógram en seinni daginn með frjálsu prógrammi. Fulltrúar LSA í þessum flokki voru þær Júlía Rós Viðarsdóttir og Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir, eftir glæsilegan árangur sat Júlía Rós í 1. sæti með 30.10 stig og Freydís í 2. sæti með 25.31. Júlía Rós hélt sér í 1. sætinu eftir frjálsa prógrammið með 54.16 stig og samanlögði stig 84.26. Keppni var æsi spennandi hjá næstu 3 stúlkum en Freydís hafnaði í 2. sæti með samanlögð stig 66.68. Þær Freydís og Júlía settu báðar persónuleg stigamet á mótinu.

Júlía Rós og Freydís á verðlaunapalli.

Setti nýtt Íslandsmet

Keppni í Junior Ladies keppnisflokknum héldu áhorfendum sannarlega við efnið þar sem aðeins innan við 2 stig skildu að 1.-3. sæti eftir skylduæfingarnar á laugardeginum. Aldís Kara Bergsdóttir hafnaði í 1. sæti með 34.09 stig og fast á hæla hennar í 2.sæti kom Marta María Jóhannsdóttir með 33.72 stig.

Eftir frjálsa prógrammið var Aldís Kara enn í 1. sætinu með 82.00 stig sem er jafnframt hennar persónulega stigamet ásamt Íslandsmeti í frjálsu prógrammi, sem hún bætti um 10 stig. Samanlagt var Aldís með 116.09 stig á nýju heildarstigarmeti bæði persónulega og nýtt Íslandsmet en fyrra metið átti hún sjálf frá því síðast liðið vor. Marta María stóð sig einnig alveg gríðarlega vel og hélt 2. sætinu með 69.32 stig og saman lagt 103.04 stig.

Aldís og Marta hafa verið áberandi í fréttum frá listhlaupinu en báðar eru þær í landsliðinu og fremstar í íþróttinni hér á landi. Þær hafa haldið sér yfir svo kallaða 100 stigamúrinn í langan tíma og halda áhorfendum sannarlega við efnið með spennandi keppni sín á milli hverju sinni.

Myndir með frétt: Skautasamband Íslands

Sambíó

UMMÆLI