Karlalið SA tapaði fyrsta leik tímabilsins – Ynjur unnu

Mynd tekin af www.sasport.is

Mynd tekin af www.sasport.is

Skauta­fé­lag Reykja­vík­ur vann góðan 8:6 sig­ur á Skauta­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar í 1. um­ferð Íslands­móts karla í ís­hokkíi í kvöld.

Gestirnir fóru betur af stað og leiddu 2:1 eft­ir fyrsta leik­hlut­ann. Reykvíkingar héldu svo áfam að bæta í og staðan var orðin 4:3 að tveimur leikhlutum loknum.  Heimamenn bitu svo frá sér í loka leikhlutanum en hann var ansi fjörugur.

Í þriðja og loka leikhlutanum voru SR-ingar allan tímann með yfirhöndina en heimamenn neituðu að gefast upp og þegar skammt var til leiksloka var staðan 6:6. SR-ing­ar reynd­ust hins veg­ar sterk­ari á loka­mín­út­un­um og skoruðu síðustu tvö mörk leiksins. Lokatölur 8:6 í hreint mögnuðum íshokkí leik.

Mörk SR: Kári Guðlaugs­son 2, Robbie Sig­urðsson, Styrm­ir Maack 2, Bjarki Jó­hann­es­son, Jan Koli­b­ar og Sölvi Atla­son

Mörk SA: Jó­hann Leifs­son 2, Andri Mika­els­son, Orri Blön­dal, Sig­urður Reyn­is­son og Jussi Sippon­en

Strax í kjölfarið af leik karlanna mættust SA-Ynjur, yngra kvennalið SA og Skautafélag Reykjavíkur og er óhætt að segja að úr hafi orðið hörkuleikur.

Heimakonur byrjuðu betur og komust í 3-0 snemma í öðrum leikhluta en þá tóku gestirnir öll völd á svellinu og breyttu stöðunni í 3-4, sér í hag.

Ynjur komu hinsvegar til baka í síðasta leikhlutanum og unnu 5-4 í spennuþrungnum sveifluleik.

Mörk SA: Silvía Björgvinsdóttir 2, Sunna Björgvinsdóttir, Ragnhildur Kjartansdóttir og Sunna Bergsdóttir.

Mörk SR: Alexandra Hafsteinsdóttir, Lisa Gröbe, Brynhildur Hjaltested.

Sambíó

UMMÆLI