SA Víkingar unnu SR á laugardaginnMynd af liðinu þegar SA Víkingar urðu deildarmeistarar 2019.

SA Víkingar unnu SR á laugardaginn

SA Víkingar unnu á laugardaginn 6-1 sigur á SR í Hertz-deild karla. Með sigrinum gerðu SA Víkingar út um vonir SR um að komast í úrslitakeppnina og því ljóst að Víkingar og Björninn/Fjölnir munu mætast í úrslitakeppninni sem hefst í mars.

SA Víkingar eru sem fyrr efstir í deildinni, nú með 9 stiga forskot á Björninn/Fjölnir en þeir eiga einn leik til góða og ljóst að baráttan um heimaleikjaréttinn verður hörð. Víkingar eiga nú tvo útileiki í röð fyrst gegn SR og svo Birninum/Fjölni áður en þeir mæta Birninum/Fjölni á heimavelli þriðjudaginn 18. febrúar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó