Samherji birtir laun sjómanna

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson mynd: vb.is

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson
Mynd: vb.is

Útgerðarfélagið Samherji birti í gær laun sjómanna og vélstjóra hjá fyrirtækinu. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í morgun. Eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum að undanförnu þá stefnir allt í verkfall sjómanna þann 10. nóvember næstkomandi.

Tölurnar sem birtar voru sýna að meðallaun háseta hjá fyritækinu eru á bilinu 100 til 200 þúsund krónur á dag og laun vélstjóra aðeins hærri eða um 150 til 300 þúsund á dag.

Einnig kemur fram að hjá fyrirtækinu eru meðallaun með orlofi allt frá 20 milljónum á ári upp í um 40 milljónir á ári miðað við um 200 úthaldsdaga á ári. Að auki greiðir Samherji orlof ofan á það kaup.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir í samtali við Fréttablaðið  að óskandi væri að sátt næðist í deilunni fyrir 10. nóvember en Þorsteinn telur jafnframt ekki ráðlegt að yfirvöld skerist í leikinn.

UMMÆLI

Sambíó