Samveru- og bænastund í Hrísey í dag

Bænastundin fer fram í Hríseyjarkirkju klukkan18 í dag.

Samveru- og bænastund verður haldin í Hríseyjarkirkju klukkan sex í dag, mánudag. Stundin er haldin fyrir íbúa eyjarinnar til þess að minnast þeirra sem fórust í slysinu á Árskógssandi síðastliðinn föstudag.

Maður, kona og barnið þeirra fórust í slysinu þegar bíll þeirra fór fram af bryggjunni á Árskógssandi um klukkan hálf sex á föstudaginn. Þau voru búsett í Hrísey og voru á heimleið þegar slysið átti sér stað. Ekki hefur verið gefið upp enn hver tildrög slyssins voru en mikil hálka var á bryggjunni á föstudaginn.

UMMÆLI