Samverustund með ljóðskáldi

Ingvar Gíslason.

Ingvar Gíslason.

Fimmtudaginn 17.nóvember verður kynning á Amtsbókasafninu á Akureyri. Þar verður haldin stutt dagskrá og kynning á ljóðum Ingvars Gíslasonar, fyrrum menntamálaráðherra og þingmanns. Ingvar Gíslason gaf nýverið út úrval ljóða eftir sig en bókin ber heitið: Úr lausblaðabók, Ljóðævi.

Dagskráin byrjar kl.17.00 í veitingasal bókasafnsins og dagskráin er svo hljóðandi:
Bragi V. Bergmann kynnir ljóðskáldið.
Sunna Borg, Þröstur Ásmundsson og Vilhjálmur B. Bragason lesa ljóð úr bók Ingvars.
Ingvar Gíslason ávarpar gesti.

Ingvar Gíslason varð níræður á þessu ári og bókin spannar því um 70 ára feril hans á skáldasviðinu.

Ingvar Gíslason.

UMMÆLI