Sandra María Jessen gengin til liðs við Bayer LeverkusenSandra María Jessen.

Sandra María Jessen gengin til liðs við Bayer Leverkusen

Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA í knattspyrnu, er nú genginn til liðs við Þýska liðið Bayer Leverkusen. Þetta er fyrsti atvinnumannasamningurinn sem þessi efnilegi leikmaður skrifar undir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þór/KA.

Sandra þekkir vel til aðstæðna hjá Bayer Leverkusen en hún lék á láni með liðinu í upphafi ársins 2016. Þá lék hún með Slavia Prag í Tékklandi í fyrra. Með Þór/KA hefur Sandra María tvívegis orðið Íslandsmeistari og leikið alls 140 leiki í deild og bikar þar sem hún hefur gert 85 mörk. Einnig hefur hún leikið í Meistaradeild Evrópu með Þór/KA og skoraði til að mynda gegn Linfield í sumar. Þetta er frábært skref fyrir Söndru sem hefur verið algjör lykilleikmaður í liði Þórs/KA frá árinu 2011 og var hún meðal annars valin besti leikmaður Pepsi deildarinnar á síðasta tímabili.

Í samtali við Thorssport.is segist Sandra ánægð með samninginn eftir að hafa velt fyrir sér nokkrum öðrum tilboðum.

„Það er bara mjög góð tilfinning að vera búin að skrifa undir samning eftir nokkurra mánaða óvissutíma og sérstaklega gaman þar sem þetta er minn fyrsti atvinnumannasamningur, ég hef tvisvar sinnum farið út á lánssamningi, en þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa utndir atvinnumannasamning og mun þar af leiðandi missa af tímabilinu hérna heima. Þetta eru blendnar tilfinningar, en að sjálfsögðu hefur alltaf verið draumurinn frá því að ég var lítil að fara út í atvinnumennsku og því er ég bara spennt og hlakka til að fara út,“ segir Sandra.

Sambíó

UMMÆLI