Saur makað á glugga og veggi leikskólaSkjáskot: Rúv

Saur makað á glugga og veggi leikskóla

Óprúttnir aðilar á Akureyri mökuðu saur á veggi og glugga leikskólans Holtakots. Svo virðist sem einhver hafi verið ofan í ruslagám þar sem voru bleyjur, tekið þær og makað innihaldinu utan á skólann. Snjólaug Brjánsdóttir, leikskólastjóri, segist í samtali við Rúv vera sorgmædd yfir þessum atburði og líti málið alvarlegum augum.

„Hér höfðu einhverjir komið opnað ruslagám þar sem við setjum bleyjur í. Það var búið að opna hér poka því auðvitað eru bleyjurnar í ruslapokum. Búið að opna pokana, opna bleyjurnar og klína hér saur upp um alla veggi og dreifa svo úr þessum um allan skólann,“ segir Snjólaug í samtali við Rúv. „Við höfum ákveðnar hugmyndir en eigum eftir að kanna það. En maður er bara svo sorgmæddur að sjá þetta. Hvert erum við komin þegar maður getur átt von á svona aðkomu.“

Aðspurð segist hún ætla að setja málið inn á hverfissíðuna og vekja máls á þessu atviki. Erfitt sé að átta sig á því hvað vaki fyrir einstaklingum sem geri svona lagað.

UMMÆLI