Sendiherra Bretlands í heimsókn á NorðurlandiMynd: Akureyrarbær/akureyri.is

Sendiherra Bretlands í heimsókn á Norðurlandi

Nýr sendiherra Bretlands á Íslandi, dr. Bryony Mathew, er á ferðalagi um Norðausturland og átti á dögunum fund með Höllu Björk Reynisdóttur, forseta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, og Guðmundi Baldvini Guðmundssyni, formanni bæjarráðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Bryony lýsti miklum áhuga á að kynnast atvinnulífi og menningu Norðurlands og var á fundinum rætt vítt og breitt um mögulegt samstarf akureyrskra og breskra fyrirtækja á ýmsum sviðum. Bryony kom til stafa sem sendiherra á Íslandi í ágúst síðastliðinn en hefur starfað á vegum bresku utanríkisþjónustunnar víða um heim síðan árið 2005. Áður en hún kom til Íslands var hún aðstoðarframkvæmdastjóri sérstakrar Covid-19 verkefnastjórnar bresku utanríkisþjónustunnar.

UMMÆLI

Sambíó