Sendiherra ESB heimsótti Akureyri


Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Michael Mann, heimsótti Akureyri í vikunni og hitti Eirík Björn Björgvinsson bæjarstjóra á fundi í Ráðhúsinu á miðvikudag. Eiríkur fræddi sendiherrann um Akureyri, starfsemi sveitarfélagsins og áherslur þess í norðurslóðamálum.
Michael er nýtekinn við starfi sem sendiherra ESB á Íslandi og heimsóknin til Akureyrar var sú fyrsta út fyrir höfuðborgarsvæðið. Á Akureyri heimsótti hann einnig stofnanir og fyrirtæki, m.a. Háskólann á Akureyri, Norðurslóðanetið og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar.
Bæjarstjóri og sendiherrann ræddu almennt um Akureyri, norðurslóðamál og áherslur og hlutverk Akureyrar í því samhengi og norðurslóðaáherslur Evrópusambandsins.

UMMÆLI

Sambíó