Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið

Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið

Sex ára gamalt barn er á gjörgæslu á Landspítala eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri í gær. Þetta kemur fram á Vísir.is. Tugir barna voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Skautahöllina við Naustaveg. Sex voru fluttir til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Sjá einnig: Hoppukastalinn við Skautahöllina tókst á loft á meðan að börn voru að leik

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Vísis er barnið sem flutt var til Reykjavíkur sex ára og nú á gjörgæslu. Áverkar barnsins eru eftir hátt fall úr hoppukastalanum.

Lög­reglu­rann­sókn er haf­in á hóp­slys­inu. Sjónvarvottar hafa lýst því að vindhviða hafi rifið upp horn hoppukastalans og þeytt því í loft upp. 

UMMÆLI