NTC netdagar

Sig­trygg­ur Daði hefur skorað 25 mörk í síðustu þremur leikjum

Sigtryggur Daði Rúnarsson átti góðan leik gegn Huttenberg.

Sig­trygg­ur Daði Rún­ars­son heldur áfram að fara á kostum í Þýskalandi en hann var marka­hæst­ur þriðja leik­inn í röð hjá Aue í þýsku 2. deild­inni í hand­knatt­leik í kvöld.

Sig­trygg­ur Daði skoraði 9 mörk í leiknum en það dugði ekki til þar sem Aue tapaði á úti­velli fyr­ir Neu­hausen, 28-24. Árni Sigtryggsson, frændi Sigtryggs skoraði eitt mark í leiknum. Sig­trygg­ur hef­ur nú skorað 25 mörk í síðustu þrem­ur leikj­um liðsins í deild­inni, en liðið er í 11. sæt­i.

Annar Akureyringur, Oddur Gretarsson var einnig atkvæðamikill í dag en hann skoraði 6 mörk þegar Ems­detten vann átta marka útisig­ur á Wil­helms­havener.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó