NTC

Sigfús Fossdal keppir í Sterkasti maður heims 2019Sigfús Fossdal.

Sigfús Fossdal keppir í Sterkasti maður heims 2019

Sigfúsi Fossdal hefur verið boðið að taka þátt í keppninni Sterkasti maður heims 2019 sem fram fer dagana 13. til 16. júní í Flórída í Bandaríkjunum. Sigfús er fyrsti Akureyringurinn til að keppa í níu ár en síðast var það Torfi Ólafsson, sem keppti árið 2000, þá í fimmta sinn.
Sterkasti maður heimsins í dag er Hafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið, eftir leik sinn í geysivinsælu sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Hafþór mun einnig keppa ásamt Sigfúsi en þetta er í níunda skiptið sem Hafþór tekur þátt í keppninni.

Magnús Ver Magnússon, sem á sínum tíma var fjórum sinnum sterkasti maður heims er yfirdómari keppninnar. Magnús stendur fyrir mörgum keppnum hérlendis, þ.á.m. Sterkasti maður á Íslandi, Vestfjarðar Víkingurinn, Austfjarðartröllið og Norðurlands Jakinn. Það var fyrir frábæran árangur á þeim mótum sem Sigfús komst inn í keppnina um titilinn Sterkasti maður heims 2019.

Hefur æft lyftingar í 22 ár

Sigfús er eini aflraunamaðurinn á Íslandi í dag sem býr utan höfuðborgarsvæðisins. Vegna þess  þarf hann fyrir vikið að halda úti eigin æfingaraðstöðu þar sem hann þarf talsvert sérhæfð tæki til að æfa með. Fyrirtækið Möl og Sandur hefur undanfarið lánað honum húsnæði undir aðstöðuna.

Sigfús hefur æft lyftingar í 22 ár en hann hóf íþróttaferil sinn í kraftlyftingum þar sem hann hefur náð mjög góðum árangri. Þar náði hann m.a. þeim árangri að ná þyngstu bekkpressu sem Íslendingur hefur tekið í 11 ár núna í júní og þyngsta samanlagðan árangur seinustu 8 árin. Árið 2015 skipti hann alveg yfir í aflraunir þrátt fyrir að hafa áður keppt í þeim meðfram kraftlyftingunum, með það að markmiði að komast inn á þessa keppni. 
Sigfús er giftur Ingibjörgu Óladóttur, sem var sterkasta kona íslands 2016, og saman eiga þau tvær stelpur en Sigfús á einnig 16 ára strák fyrir. Sigfús er menntaður ÍAK einkaþjálfari og er að læra sálfræði við HA.

Hægt er fylgjast með undirbúningnum og keppnisferlinu á instagrammi Sigfúsar @sigfusfossdal

Keppt verður í eftirfarandi keppnisgreinum á Sterkasti maður heims í júní:

Trukkadráttur
Réttstöðulyfta
Axlapressur
Uxaganga og bændaganga saman
Atlassteinahleðslur (maður á mann)

Keppnisgreinar í úrslitum:
Hnébeygja
Réttstöðulyfta
Blönduð axlapressu grein
Hleðslugrein
Atlassteinahleðlsur

VG

UMMÆLI

Sambíó